Ekki nema fimmtán prósent líkur á íslenskum sigri að mati „stærðfræðigaldramannsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2018 09:36 Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið. Vísir/Getty Sigurlíkur Íslands gegn Argentínu eru ekki nema fimmtán prósent ef marka má sérstakt líkan sem tölfræðivefsíðan FiveThirtyEight birti á dögunum. Maðurinn á bak við líkanið er helst þekktur fyrir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit í öllum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningum árið 2012. Sá maður er Nate Silver, forsprakki FiveThirtyEight, en hann hefur meðal annars verið kallaður „stærðfræðigaldramaðurinn“ fyrir spálíkön hans sem þykja vera nákvæmari en flest, samanber spánna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012. Sem fyrr segir hefur vefsíða hans nú gefið út spá fyrir HM og er Silver með puttanna í henni því hann er skráður fyrir tölfræðivinunni sem er að baki spánni. Sigurlíkur Íslands eru sem fyrr segir fimmtán prósent en 64 líkur eru á sigri Argentínu, 24 prósent líkur eru á jafntefli. Tölfræðilíkanið segir einnig að um þriðjungslíkur séu á því að Ísland fari upp úr riðlinum í sextán liða úrslit en samkvæmt líkaninu eru minna en eitt prósent líkur á að Ísland fari alla leið og komi með bikarinn heim eftir mót. Samkvæmt útreikningum vefsíðunna er Ísland 23. besta liðið á HM, sem rímar ágætlega við stöðu landsliðsins á Fifa-listanum svokallaða, þar sem liðið er í 22. sæti. Líkan síðunnar segir að mestar líkur séu á brasilískum sigri á HM eða 19 prósent líkur, þar á eftir kemur Spánn með 16 prósent líkur og 14 prósent líkur eru á því að ríkjandi heimsmeistar Þjóðverja verji titilinn.Spálíkan FiveThirtyEight má sjá hér auk þess sem að nánari útlistun á útreikningunum má sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. 12. júní 2018 16:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Sigurlíkur Íslands gegn Argentínu eru ekki nema fimmtán prósent ef marka má sérstakt líkan sem tölfræðivefsíðan FiveThirtyEight birti á dögunum. Maðurinn á bak við líkanið er helst þekktur fyrir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit í öllum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningum árið 2012. Sá maður er Nate Silver, forsprakki FiveThirtyEight, en hann hefur meðal annars verið kallaður „stærðfræðigaldramaðurinn“ fyrir spálíkön hans sem þykja vera nákvæmari en flest, samanber spánna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012. Sem fyrr segir hefur vefsíða hans nú gefið út spá fyrir HM og er Silver með puttanna í henni því hann er skráður fyrir tölfræðivinunni sem er að baki spánni. Sigurlíkur Íslands eru sem fyrr segir fimmtán prósent en 64 líkur eru á sigri Argentínu, 24 prósent líkur eru á jafntefli. Tölfræðilíkanið segir einnig að um þriðjungslíkur séu á því að Ísland fari upp úr riðlinum í sextán liða úrslit en samkvæmt líkaninu eru minna en eitt prósent líkur á að Ísland fari alla leið og komi með bikarinn heim eftir mót. Samkvæmt útreikningum vefsíðunna er Ísland 23. besta liðið á HM, sem rímar ágætlega við stöðu landsliðsins á Fifa-listanum svokallaða, þar sem liðið er í 22. sæti. Líkan síðunnar segir að mestar líkur séu á brasilískum sigri á HM eða 19 prósent líkur, þar á eftir kemur Spánn með 16 prósent líkur og 14 prósent líkur eru á því að ríkjandi heimsmeistar Þjóðverja verji titilinn.Spálíkan FiveThirtyEight má sjá hér auk þess sem að nánari útlistun á útreikningunum má sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. 12. júní 2018 16:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. 12. júní 2018 16:00