Komið fagnandi, fiskibollur Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh!
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar