Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. júní 2018 07:00 Donald Trump tollar Kína í botn. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira