Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna Henry Birgr Gunnarsson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 16:45 Sampaoli á fundinum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjá meira