Biðja ferðamenn að láta refina í friði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:19 Gæfur melrakki á Hornströndum Mynd/melrakkasetur íslands Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins, Elti uppi tófu og lá í tvo tíma. Fréttin vakti mikla athygli en þar segir ljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir frá því þegar tófa ferjar yrðlinga sína yfir straumharða á og fylgdi mynd af því með fréttinni. Í tilkynningunni er fólk beðið að sína refum tillit og kemur fram að hugsanlega hafi tófan flutt yrðlingana sína vegna truflunar ljósmyndarans. „Innan friðlandsins á Hornströndum er tófan friðuð og mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið, sérstaklega við greni á grenjatímum. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar innan Hornstranda á áhrifum ferðamanna á refi. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til að vaxandi áhugi ferðamanna á að skoða og mynda yrðlinga á greni geti haft neikvæð áhrif. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að foreldrar eyða minni tíma í fæðuöflun og fæðugjafir yrðlinga þar sem ferðamenn hafa greiðan aðgang að grenjum þeirra.“ Segir í tilkynningunni að refir færi sig og yrðlingana sína gjarnan á milli grenja telji þeir sér ógnað. „Má leiða að því líkur að sá flutningur hafi átt sér stað vegna þeirra truflunar sem hún varð fyrir er hún var elt uppi.“ Ferðafólk á Hornströndum er beðið að fara eftir þeim leiðbeiningum sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Melrakkasetur Íslands og Umhverfisstofnun hafa sett fram um refaskoðun. „Áður en haldið er á refaslóðir er mælt með að gestir kynni sér lífshætti villtra refa. Það má t.d. gera með því að heimsækja Melrakkasetur Íslands. Mikilvægt er að þekkja þarfir dýranna og átta sig á því að þau þurfa næði til að geta sinnt eigin þörfum og afkvæma sinna. Vegna þess hve óðulin á Hornströndum eru lítil og stutt í næstu nágranna er lítið svigrúm fyrir dýrin til að fara annað til að leita öryggis, finna fæðu og vernda afkvæmi sín.“ Fólk er beðið að kynna sér og virða almennar reglur um umgengni við náttúru og dýralíf. Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga: -Sýnið tillitssemi, verið þolinmóð. Farið helst ekki fara nær ref eða greni en 40 metra.-Reynið að takmarka þann tíma sem þið eruð í nágrenni við dýrin eða grenið við 20 mínútur.-Ef þið sjáið ref sem ykkur langar að fylgjast með, er besta leiðin að halda kyrru fyrir og fylgjast með úr fjarlægð. Ef þið eruð hljóð og forðist óþarfa hreyfingar er ekki ólíklegt að dýrið komi sjálft til ykkar, svo fremi sem það finni sig öruggt.-Ef þið þurfið að fara framhjá greni, gangið rösklega en hljóðlega og ekki staldra við fyrr en í a.m.k. 40m fjarlægð frá greninu. Ef þið eruð í hópi er best að halda saman og lágmarka þann tíma sem það tekur að fara framhjá greninu.-Forðist að fara á milli foreldra og afkvæma og gefið pláss til að dýrin geti komist leiðar sinnar.-Ef dýrin sýna merki um óöryggi eða hræðslu, færið ykkur fjær eða yfirgefið staðinn.-Þó dýrin virðist róleg og spök er ekki víst að þau séu sátt. Nærvera fólks getur komið í veg fyrir að foreldrar sinni yrðlingum og þeir fá ekki næga næringu.-Nauðsynlegt er að dýrin fái frið til að afla fæðu og sinna afkvæmum, t.d. milli kl. 19:00 og 9:00.-Hundar koma í veg fyrir að ferðamenn geti skoðað refi í náttúrulegum heimkynnum. Ólíklegt er að refir sjáist þegar hundur er á ferð og í nokkurn tíma eftir að hundurinn er farinn. Ef þið eruð með hund, hafið hann í taumi og komið í veg fyrir að hann geti farið að refagreni.-Refagreni eru friðuð með lögum: “Skylt er að ganga vel um greni og ber að skilja við það eins og komið var að því. Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatíma né hafa þar óþarfa umgang.“ Hornstrandir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins, Elti uppi tófu og lá í tvo tíma. Fréttin vakti mikla athygli en þar segir ljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir frá því þegar tófa ferjar yrðlinga sína yfir straumharða á og fylgdi mynd af því með fréttinni. Í tilkynningunni er fólk beðið að sína refum tillit og kemur fram að hugsanlega hafi tófan flutt yrðlingana sína vegna truflunar ljósmyndarans. „Innan friðlandsins á Hornströndum er tófan friðuð og mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið, sérstaklega við greni á grenjatímum. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar innan Hornstranda á áhrifum ferðamanna á refi. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til að vaxandi áhugi ferðamanna á að skoða og mynda yrðlinga á greni geti haft neikvæð áhrif. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að foreldrar eyða minni tíma í fæðuöflun og fæðugjafir yrðlinga þar sem ferðamenn hafa greiðan aðgang að grenjum þeirra.“ Segir í tilkynningunni að refir færi sig og yrðlingana sína gjarnan á milli grenja telji þeir sér ógnað. „Má leiða að því líkur að sá flutningur hafi átt sér stað vegna þeirra truflunar sem hún varð fyrir er hún var elt uppi.“ Ferðafólk á Hornströndum er beðið að fara eftir þeim leiðbeiningum sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Melrakkasetur Íslands og Umhverfisstofnun hafa sett fram um refaskoðun. „Áður en haldið er á refaslóðir er mælt með að gestir kynni sér lífshætti villtra refa. Það má t.d. gera með því að heimsækja Melrakkasetur Íslands. Mikilvægt er að þekkja þarfir dýranna og átta sig á því að þau þurfa næði til að geta sinnt eigin þörfum og afkvæma sinna. Vegna þess hve óðulin á Hornströndum eru lítil og stutt í næstu nágranna er lítið svigrúm fyrir dýrin til að fara annað til að leita öryggis, finna fæðu og vernda afkvæmi sín.“ Fólk er beðið að kynna sér og virða almennar reglur um umgengni við náttúru og dýralíf. Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga: -Sýnið tillitssemi, verið þolinmóð. Farið helst ekki fara nær ref eða greni en 40 metra.-Reynið að takmarka þann tíma sem þið eruð í nágrenni við dýrin eða grenið við 20 mínútur.-Ef þið sjáið ref sem ykkur langar að fylgjast með, er besta leiðin að halda kyrru fyrir og fylgjast með úr fjarlægð. Ef þið eruð hljóð og forðist óþarfa hreyfingar er ekki ólíklegt að dýrið komi sjálft til ykkar, svo fremi sem það finni sig öruggt.-Ef þið þurfið að fara framhjá greni, gangið rösklega en hljóðlega og ekki staldra við fyrr en í a.m.k. 40m fjarlægð frá greninu. Ef þið eruð í hópi er best að halda saman og lágmarka þann tíma sem það tekur að fara framhjá greninu.-Forðist að fara á milli foreldra og afkvæma og gefið pláss til að dýrin geti komist leiðar sinnar.-Ef dýrin sýna merki um óöryggi eða hræðslu, færið ykkur fjær eða yfirgefið staðinn.-Þó dýrin virðist róleg og spök er ekki víst að þau séu sátt. Nærvera fólks getur komið í veg fyrir að foreldrar sinni yrðlingum og þeir fá ekki næga næringu.-Nauðsynlegt er að dýrin fái frið til að afla fæðu og sinna afkvæmum, t.d. milli kl. 19:00 og 9:00.-Hundar koma í veg fyrir að ferðamenn geti skoðað refi í náttúrulegum heimkynnum. Ólíklegt er að refir sjáist þegar hundur er á ferð og í nokkurn tíma eftir að hundurinn er farinn. Ef þið eruð með hund, hafið hann í taumi og komið í veg fyrir að hann geti farið að refagreni.-Refagreni eru friðuð með lögum: “Skylt er að ganga vel um greni og ber að skilja við það eins og komið var að því. Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatíma né hafa þar óþarfa umgang.“
Hornstrandir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira