Fótbolti

Sumarmessan: Myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku strákarnir glæsilegir við komuna til Rússlands. Svona á að mæta til leiks.
Íslensku strákarnir glæsilegir við komuna til Rússlands. Svona á að mæta til leiks. vísir/vilhelm
HM í fótbolta er hafið. Fótboltaveisla á hverjum degi, margir klukkutímar af mönnum í knattleik fylla skjái landans. Ekki er það allra tebolli að rýna í knattspyrnuhæfni landa heimsins en það er eitt sem nær allir hafa skoðun á; Búningar og klæðnaður landsliðanna.

Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld, ákváðu að taka aðeins hlé frá fótboltaumræðu og fóru yfir best og verst klæddu landsliðin.

Þeir fóru þó ekki yfir búningana sjálfa, enda eru þeir búnir að fá mikla umræðu síðustu mánuði, heldur klæðnaðinn sem liðin voru í við komuna til Rússlands.

Í flokknum yfir best klæddu liðin voru Danir, Egyptar, félagar okkar úr D-riðli Nígeríumenn, Þjóðverjar og að sjálfsögðu strákarnir okkar í sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum.

Sérfræðingarnir voru þó ekki alveg sammála stjórnandanum Benedikt Valssyni og fannst hvorki Danir né Nígeríumenn eiga heima í þessum hópi. „Ég myndi ekki vilja sjá mitt lið mæta svona til leiks á heimsmeistaramót, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson meðal annars um Danina.

Verst klæddu liðin voru Mexíkó, Panama, Sádi-Arabar, Senegal, Frakkar, Argentína, Grikkland, Sviss. Þar fengu þau lið sem mættu í æfingagöllum algjöra falleinkun. Þó voru Danir í æfingagöllum en komust samt á best klædda listan hjá Benna.

Þessa fatadýrð má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni og misræmi smekks sérfræðinganna í settinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×