Segir að Salah verði skotskífa Úrúgvæmanna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2018 11:00 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah er að fara spila í dag þegar Egyptar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í Rússlandi. Kannski væri þó betra fyrir hann að byrja á móti öðru liði en Úrúgvæ. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur síðan verið í miklu kapphlaupi að ná sér góðum fyrir HM. Ef marka má orð egypska landsliðsþjálfarans í gær þá vann Mohamed Salah það kapphlaup. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC og hann er viss um að Liverpool framherjinn fái heldur betur að finna fyrir því spili hann leikinn á móti Úrúgvæ í dag. „Suður-Ameríubúar spila alltaf fast. Þeir eru með kraftmikla varnarmenn í Diego Godin og félögum og eins eru þeir Suarez og Cavani líka fastir fyrir. Salah verður skotskífa hjá þeim í þessum leik,“ sagði Leon Osman. Mohamed Salah verður í það minnsta í mjög strangri gæslu en Liverpool maðurinn skoraði 44 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2017-18. „Ég held að þeir munu láta hann finna vel fyrir sér og þá sérstaklega á þessum tíu fyrstu mínútum þegar menn vilja sjá hvernig staðan sé á öxlinni hans,“ sagði Osman. „Ég er samt mjög spenntur að sjá bæði Salah og Suarez í þessum leik og hvor þeirra geri betur hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Osman. Mohamed Salah hefur skorað 33 mörk í 57 landsleikjum þar af 11 mörk í 18 landsleikjum sínum frá og með 2016. Hann skoraði í eina landsleiknum sínum á árinu 2018 sem var á móti Portúgal í mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Mohamed Salah er að fara spila í dag þegar Egyptar mæta Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í Rússlandi. Kannski væri þó betra fyrir hann að byrja á móti öðru liði en Úrúgvæ. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur síðan verið í miklu kapphlaupi að ná sér góðum fyrir HM. Ef marka má orð egypska landsliðsþjálfarans í gær þá vann Mohamed Salah það kapphlaup. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, var í viðtali hjá BBC og hann er viss um að Liverpool framherjinn fái heldur betur að finna fyrir því spili hann leikinn á móti Úrúgvæ í dag. „Suður-Ameríubúar spila alltaf fast. Þeir eru með kraftmikla varnarmenn í Diego Godin og félögum og eins eru þeir Suarez og Cavani líka fastir fyrir. Salah verður skotskífa hjá þeim í þessum leik,“ sagði Leon Osman. Mohamed Salah verður í það minnsta í mjög strangri gæslu en Liverpool maðurinn skoraði 44 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili á Anfield og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2017-18. „Ég held að þeir munu láta hann finna vel fyrir sér og þá sérstaklega á þessum tíu fyrstu mínútum þegar menn vilja sjá hvernig staðan sé á öxlinni hans,“ sagði Osman. „Ég er samt mjög spenntur að sjá bæði Salah og Suarez í þessum leik og hvor þeirra geri betur hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Osman. Mohamed Salah hefur skorað 33 mörk í 57 landsleikjum þar af 11 mörk í 18 landsleikjum sínum frá og með 2016. Hann skoraði í eina landsleiknum sínum á árinu 2018 sem var á móti Portúgal í mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira