Flugvélin átti að takast á loft klukkan 12:50 að íslenskum tíma og ætti vélin því að vera nýfarin af stað. Áætlaður lendingartími í Moskvu er klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið æfir svo á keppnisvellinum í fyrramálið.
Strákarnir voru léttklæddir fyrir ferðalagið í dag en þeir fara í fínu jakkafötin frá Herragarðinum á leið sinni í leikinn sjálfann á Laugardag.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis í Rússlandi, smellti þessum myndum af strákunum þegar þeir fóru í gegnum öryggishliðið á flugvellinum.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

