Fylgjum lögum um menntun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 14. júní 2018 10:45 Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar