Fótbolti

Íslenskir stuðningsmenn í aðalhlutverki í HM auglýsingu McDonalds

Arnar Geir Halldórsson skrifar
HÚH
HÚH visir/vilhelm
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í dag þegar gestgjafarnir, Rússland, mættu Sádi-Arabíu. Mótinu lýkur svo þann 15.júlí næstkomandi með úrslitaleik í Moskvu.

Á þessum tíma fara fram hvorki fleiri né færri en 64 leikir og ljóst að knattspyrnuáhugafólk mun verja miklum tíma fyrir framan sjónvarpið næsta mánuðinn.

Þetta vita helstu stórfyrirtæki heims og framleiða mörg þeirra metnaðarfullar auglýsingar í aðdraganda HM.

Skyndibitarisinn McDonalds hefur birt sitt framlag en þar eru Íslendingar í aðalhlutverki og að sjálfsögðu kemur Víkingaklappið við sögu. Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×