Fótbolti

Strákarnir yfirgefa Kabardinka í steikjandi hita | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það vildu margir komast í skugga í dag.
Það vildu margir komast í skugga í dag. vísir/vilhelm
Hitastigið náði nýjum hæðum í Kabardinka í dag en það var um 30 stiga hiti er strákarnir mættu á æfingu í morgun.

Þeir fara svo í aðeins svalara loftslag á eftir er þeir lenda í Moskvu. Það er þó í kringum 20 stiga hiti í höfuðborginni.

Vilhelm Gunnarsson mundaði myndavélina á lokaæfingunni í Kabardinka í bili. Hingað koma þeir þó aftur eftir leikinn gegn Argentínu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Betra andrúmsloft án Zlatan

Það var frídagur hjá íslenska landsliðinu í gær og því nýttu flestir fjölmiðlar daginn til þess að heimsækja æfingasvæði sænska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×