Fótbolti

Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Ein af myndunum sem Ólafur Ingi Skúlason á eftir að sjá eftir.
Ein af myndunum sem Ólafur Ingi Skúlason á eftir að sjá eftir. vísir/vilhelm
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, safnaði yfirvaraskegg eða svokallaðri mottu fyrir HM sem hann ber með miklum stæl í Rússlandi.

Ólafur hefur svona takmarkaðan húmor fyrir sjálfum sér þessa dagana þar sem að hann býst við því að sjá eftir þessari ákvörðun sinni að safna skegginu þegar að hann horfir til baka á mótið.

Árbæingurinn er mikill húmoristi og ákvað því meira að gleðja hópinn frekar en sjálfan sig með því að safna þessu skeggi og vera með á mótinu.

„Sjálfum finnst mér þetta ekki mjög fallegt en þetta var í gamni gert. Ég á eftir að sjá eftir því að vera með hormottu á andlitinu á HM þegar að ég skoða myndir frá mótinu eftir nokkur ár. Þetta var gert fyrir stemninguna og og djókið og maður tekur það bara á sig,“ segir Ólafur Ingi.

Íbúar Gelendzhik virðast aftur á móti hæstánægðir með mottuna enda mikil hefð fyrir slíku skeggi hér í landi.

„Mér sýnist það að ég eigi heima hér. Það vilja allir niður í bæ fá myndir af sér með mér hvort sem að ég er í búning eða ekki. Mottan er að kalla á þær myndir sama hvort fólk viti hver ég er eða ekki,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×