Arnór Ingvi: Fiðringurinn magnast með hverjum deginum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 14. júní 2018 09:30 Arnór Ingvi ætlar að nýta sínar mínútur vel á HM. vísir/vilhelm Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Mér líkar mjög vel hérna og maður er aðeins með aðra ímynd af Rússlandi en maður hafði áður. Við erum á frábærum stað og höfum það ótrúlega gott," segir Arnór Ingvi skælbrosandi. „Við erum með smá afdrep á hótelinu þar sem Hannes er að sýna okkru bíómyndir á kvöldin. Svo er hægt að spila pílu og margt annað. Það var svo gott að komast í hjólatúr í gær. Sjá bæinn og annað fólk." Strákarnir voru að taka sínu síðustu æfingu áður en flogið verður til Moskvu á eftir. Það er kominn fiðringur í menn. „Fiðringurinn er að magnast með hverjum deginum og sérstaklega í dag. Spennan er komin," segir Arnór Ingvi en hann sló eftirminnilega í gegn á EM fyrir tveimur árum síðan og væri meira en til í að endurtaka leikinn. „Ef ég fæ mínar mínútur þá mun ég gefa allt til þess að hafa áhrif á leikinn. Ég er að berjast fyrir sæti og mínútum og mun halda því áfram." Það þarf að vinna í mörgu á æfingasvæðinu þessa dagana enda verið að undrirbúa sig fyrir leik gegn Argentínu. „Við erum að fara vel yfir þá. Þeirra styrkleika og veikleika. Förum líka vel yfir okkar leik sem er mikilvægast. Við mætum bjartsýnir til leiks."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Það var létt yfir Suðurnesjamanninum Arnóri Ingva Traustasyni fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Mér líkar mjög vel hérna og maður er aðeins með aðra ímynd af Rússlandi en maður hafði áður. Við erum á frábærum stað og höfum það ótrúlega gott," segir Arnór Ingvi skælbrosandi. „Við erum með smá afdrep á hótelinu þar sem Hannes er að sýna okkru bíómyndir á kvöldin. Svo er hægt að spila pílu og margt annað. Það var svo gott að komast í hjólatúr í gær. Sjá bæinn og annað fólk." Strákarnir voru að taka sínu síðustu æfingu áður en flogið verður til Moskvu á eftir. Það er kominn fiðringur í menn. „Fiðringurinn er að magnast með hverjum deginum og sérstaklega í dag. Spennan er komin," segir Arnór Ingvi en hann sló eftirminnilega í gegn á EM fyrir tveimur árum síðan og væri meira en til í að endurtaka leikinn. „Ef ég fæ mínar mínútur þá mun ég gefa allt til þess að hafa áhrif á leikinn. Ég er að berjast fyrir sæti og mínútum og mun halda því áfram." Það þarf að vinna í mörgu á æfingasvæðinu þessa dagana enda verið að undrirbúa sig fyrir leik gegn Argentínu. „Við erum að fara vel yfir þá. Þeirra styrkleika og veikleika. Förum líka vel yfir okkar leik sem er mikilvægast. Við mætum bjartsýnir til leiks."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
HM í dag: Allir vildu fá eiginhandaráritun frá Bödda Hitinn í Kabardinka í dag er óbærilegur og það voru ansi sveittir menn að taka upp HM í dag þennan morguninn. 14. júní 2018 09:00