Íslensku strákarnir fara til Moskvu í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Nú þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi eru landsmenn orðnir spenntir fyrir viðureigninni við Messi og félaga í argentínska landsliðinu. Strákarnir okkar eru öllu rólegri, til allrar hamingju, og fóru nokkrir saman í hjólatúr til þess að taka út rússneska menningu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00