

Hótel Reykjavík
Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg.
Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli.
Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið.
Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um.
Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar.
Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Skoðun

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum
Skírnir Garðarsson skrifar

Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands
Ársæll Már Arnarsson skrifar

Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt?
Heiðrún Jónsdóttir,Kristín Lúðvíksdóttir skrifar

Sóltún á villigötum
Elín Hirst skrifar

Bjóðum íslenskuna fram
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Wybory na przewodniczącego VR rozpoczęte – Twój głos ma znaczenie!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Framtíð og upprisa háskólamenntunar á Íslandi – Silja Bára og stúdentar
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
Agla Arnars Katrínardóttir skrifar

Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Menntakerfi með ómarktækar einkunnir
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors
Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar

Villuljós í varnarstarfi
Gunnar Pálsson skrifar

Opið bréf til Loga Einarssonar
Jón Ingi Bergsteinsson skrifar

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Sjórinn sækir fram
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi!
Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar

Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum
Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu
Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga
Snorri Þór Sigurðsson skrifar

Þegar lífið snýst á hvolf
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

StrákaKraftur og Mottumars!
Viktoría Jensdóttir skrifar