Hæsta þorskveiðiráðgjöf frá því aflamarkskerfi var tekið upp Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 21:00 Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32
Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00