Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 10:14 Julen Lopetegui. Vísir/EPA Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira