Fótbolti

Alfreð: Setti eitthvað heimsmet á EM

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Það var létt yfir Alfreð í gær.
Það var létt yfir Alfreð í gær. vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason er eini leikmaður landsliðsins sem hefur upplifað það að fara í leikbann á stórmóti. Hann lofar að halda sig á mottunni á HM.

Alfreð fékk tvö gul spjöld í tveimur leikjum á EM fyrir tveimur árum síðan og þurfti ekki margar mínútur í það.

„Gaman að byrja á þessum jákvæðu nótum," segir Alfreð brosandi og átti ekki alveg von á þessari byrjun í viðtali.

„Þetta var eitthvað heimsmet að ég var kominn í bann eftir að hafa spilað í 30 mínútur. Ég ætla að reyna að halda mér á vellinum í þetta skiptið og líka á mottunni. Það er fínt fyrsta markmið er maður keyrir inn í mót.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Tengdar fréttir

Gylfi: Við viljum allir að Aron spili

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig síðan hann meiddist fyrir nákvæmlega þremur mánuðum síðan. Hann hefur getað æft af kappi og ekki þurft að hlífa sér síðustu daga. Honum leið líka vel fyrir æfingu í dag.

Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“

Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×