Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Vísir/GVA „Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
„Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent