Heimatilbúinn vandi Sigurður Hannesson skrifar 13. júní 2018 07:00 Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Sigurður Hannesson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar