Heimatilbúinn vandi Sigurður Hannesson skrifar 13. júní 2018 07:00 Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Sigurður Hannesson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun