Fótbolti

Klæðnaður Nígeríu heldur áfram að heilla heiminn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nígeríska liðið áður en lagt var af stað til Rússlands í gær
Nígeríska liðið áður en lagt var af stað til Rússlands í gær mynd/twitter
Landslið Nígeríu, sem eru andstæðingar Íslands í öðrum leik okkar í riðlakeppni HM, ferðaðist til Rússlands í gær. Þáttökuþjóðirnar eru að flykkjast til Rússlands og það því vart fréttnæmt, en nígeríska liðið vakti þó athygli heimsins.

Sá sem hefur umsjón með fatavali nígeríska liðsins á skilið stórt hrós. Nígeríska landsliðstreyjan seldist upp í milljóna tali áður en byrjað var að selja hana og fatnaður þeirra í gær vakti mikla lukku.

Það er orðið mjög hefðbundið að landslið ferðist í sínu fínasta pússi, íslensku strákarnir voru til dæmis í sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum. Nígeríumenn klæddust þjóðlegum síðjökkum sem hafa vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum. Sumir hafa gengið svo langt að segja þá hafa unnið keppnina nú þegar.



 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×