Fótbolti

Gylfi: Við viljum allir að Aron spili

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig síðan hann meiddist fyrir nákvæmlega þremur mánuðum síðan. Hann hefur getað æft af kappi og ekki þurft að hlífa sér síðustu daga. Honum leið líka vel fyrir æfingu í dag.

„Ég hef þurft að gera það enda var ég lengi meiddur. Það hefur gengið mjög vel hjá mér að æfa. Það hefur kannski komið svolítið á óvart hversu vel mér líður nokkrum dögum fyrir mót," segir Gylfi.

„Það kom mér á óvart hversu vel þetta gekk og hversu vel mér leið eftir þessa tvo æfingaleiki. Ég er mjög sáttur og líður mjög vel."

Þó svo Gylfi sé kominn til Rússlands og farinn að æfa í hitanum þá er HM-fiðringurinn ekki enn farinn að banka fast í bakið á honum.

„Auðvitað er maður orðinn spenntur en ég er svona bjóst við kannski meiri fiðring og spennu. Ég held að það komi er við byrjum að ferðast í leikina. Þá áttum við okkur á því að við erum komnir á HM."

Meiðsli Gylfa er ekki það eina sem þjálfararnir hafa þurft að hafa áhyggjur af því félagi Gylfa á miðjunni og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur einnig verið að glíma við meiðsli.

Aron æfði loksins í gær og Gylfi er bjartsýnn á að Aron verði orðinn klár fyrir Argentínuleikinn um næstu helgi.

„Ég vona það. Maður þorir ekki að segja neitt því maður veit ekki hvað gerist á næstu dögum. Ég held það sé búið að ganga mjög vel hjá honum. Við viljum auðvitað allir að hann spili."

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Hár, bros og takkaskór

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×