BBC segir Belga vinna HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:00 Lyfta þessir gullstyttunni í Moskvu? Vísir/getty Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira
Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira