Fótbolti

Hár, bros og takkaskór

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Helgi Kolviðsson er með eindæmum hárprúður. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn gæti gefið mörgum góð ráð þegar kemur að því að sjá vel um hárið sitt.
Helgi Kolviðsson er með eindæmum hárprúður. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn gæti gefið mörgum góð ráð þegar kemur að því að sjá vel um hárið sitt. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson virtist gleyma takkaskónum sínum á leiðinni á æfingu karlalandsliðsins í Kabardinka í morgun. En engar áhyggjur, Sigurður Sveinn Þórðarson, sjálf dúllan, var komin með takkaskóna eftir nokkrar mínútur og landsliðsfyrirliðinn gat hafið æfingar.

Allir leikmenn Íslands æfðu í morgun í glapandi sólskyni. Þar voru engin tár en nóg af brosum og takkaskóm. Æfingin hófst á léttum teyguæfingum á jógadýnu í boði Sebastians styrktarþjálfara en í framhaldinu komur boltar og á eftir þeim landsliðsmenn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni sem fyrr og myndaði það helsta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×