Fótbolti

Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Dúllan afhendir hér Aroni skóna sem gleymdust.
Dúllan afhendir hér Aroni skóna sem gleymdust. vísir/vilhelm
Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur verið eitthvað aðeins utan við sig áður en hann lagði af stað á æfingu því skór sem hann vildi nota gleymdust.

Þá voru góð ráð dýr og hringt í Sigga dúllu sem var ekki lengi að skila sér á æfingasvæðið með skóna. Fyrirliðinn gat því æft í þeim skóm sem hann vildi.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

„Heyrðu Víðir, það er smá ves." Aron Einar lætur Víði Reynisson öryggisfulltrúa vita af vandræðunum. Víðir var fljótur að rífa upp símann.vísir/vilhelm
Dúllan kemur á töltinu til Arons. Heldur fast um skóna mikilvægu.vísir/vilhelm
Aðgerð lokið og allir geta andað léttar.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×