Fótbolti

Þurfti að skera öll fallegu seglin frá KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Stundum þarf bara að fara í róttækar aðgerðir.
Stundum þarf bara að fara í róttækar aðgerðir. vísir/hbg
Vindurinn heldur áfram að gera starfsmönnum á æfingasvæði strákanna okkar í Kabardinka lífið leitt.

Í gær þurfti að taka niður tjöld og fella grindur þar sem allt var að fjúka. Það er eilítið minni vindur í dag en þó nægilega mikill til þess að valda usla.

Grindurnar með seglum KSÍ voru reist í dag en þau höfðu ekki staðið lengi er þau fuku aftur. Var þá brugðið á það ráð að finna alla hnífa sem voru á svæðinu.

Svo gengu vaskir starfsmenn hreint til verks og skáru öll fallegu seglin með glæsilegum myndum af okkar mönnum. Sú aðgerð virðist hafa skilað árangri því grindurnar standa enn og enginn hefur slasast.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×