Hvað er með þetta veður? Haukur Örn Birgisson skrifar 12. júní 2018 07:00 Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar