Fótbolti

Belgar ósigraðir í tæp tvö ár er þeir mæta á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Belgarnir sáttir í kvöld.
Belgarnir sáttir í kvöld. vísir/getty
Belgía kemur með 4-1 sigur á Kosta-Ríka í farteskinu inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi en Belgarnir komu til baka eftir að hafa lent undir.

Leikurinn var síðasti vináttulandsleikur beggja þjóða fyrir HM en eins og áður segir komst Kosta-Ríka yfir með marki Bryan Ruiz, fyrrum leikmanni Fulham, á 24. mínútu.

Það tók Belgana ekki nema sjö mínútur að jafna. Dries Mertens skoraði jöfnuarmarkið og þremur mínútum fyrir hlé skoraði Romelu Lukaku.

Lukaku var ekki hættur því þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfeik kom Lukaku Belgunum í 3-1 og á 64. mínútu gerði Michy Batshuayi út um leikinn með fjórða marki Belga.

Belgar eru með Englandi, Túnis og Panama í riðli en þeir hafa ekki tapað landsleik síðan 1. september árið 2016 er liðið tapaði 2-0 gegn Spáni í vináttulandsleik.

Kosta-Ríka er í nokkuð erfiðum riðli í Rússlandi í sumar. Þeir eru með Sviss, Serbíu og Brasilíu í riðli og má búast við því að spútnikliðið frá HM 2014 fari ekki upp úr riðlinum þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×