Fótbolti

Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Aron Einar brosmildur á æfingunni í morgun. Það er líka létt yfir Alfreð enda allir að ná heilsu.
Aron Einar brosmildur á æfingunni í morgun. Það er líka létt yfir Alfreð enda allir að ná heilsu. vísir/vilhelm
Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Það staðfesti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, við Vísi í morgun. Hann sagði alla í liðinu hafa tekið þátt í æfingunni til enda.

Aron Einar hefur verið í kapphlaupi við tímann síðan hann meiddist í leik með Cardiff. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur sagt undanfarna daga að Aron muni spila gegn Argentínu næsta laugardag. Það virðist vera að rætast.

Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason þurftu að taka því rólega á æfingunni í gær en þeir gátu líka æft allt til loka æfingarinnar í dag. Verulega góð tíðindi.

Þá segir Birkir Már Sævarsson að hann sé orðinn góður af stífleika sem hélt honum frá leiknum gegn Gana. Hann tók fullan þátt í æfingunni í gær, hrósar sjúkrateyminu og er klár í slaginn.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×