Fótbolti

Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Er þetta nokkur spurning?
Er þetta nokkur spurning? Vísir/EPA
Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn.

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Rússlandi á fimmtudaginn kemur og íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar síðan sinn fyrsta leik á laugardaginn.

Það þarf ekki að spyrja því, eins og kannski oft áður á HM, með hvaða liði íslenska þjóðin heldur á þessu heimsmeistaramóti.

Hér árum áður héldum við Íslendingar kannski með einni af Norðurlandaþjóðunum, sumir voru harðir stuðningsmenn enska eða þýska liðsins á meðan aðrir heilluðust af sambatakti Brasilíumanna. Nú þarf hinsvegar ekki að spyrja.

Ísland er mætt á stærsta sviðið í fyrsta sinn og hér á landi sameinast allir í því að kalla „Áfram Ísland“ þetta HM-sumar.





Íslensku strákarnir eru mættir til Rússlands til að skrifa söguna og munu setja HM-met í fyrsta leik á móti Argentínu en Ísland verður þá langfámennasta þjóðin til að spila í úrslitakeppni HM.

En eru allir Íslendingar sannir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á þessu heimsmeistaramóti.  

BBC hefur sett saman fróðlegan spurningalista á heimasíðu sinni en markmið hans er að finna út hvað sé raunverulegt uppáhaldslið lesandans.

Þú lesandi góður getur tekið þetta próf með því að smella hér.

Ein vísbending til þeirra sem vilja ekki lenda á öðru liði en því íslenska þá eru nokkur augljós „íslensk“ svör við nokkrum spurninganna sem hættu að skila svaranda á „réttan“ stað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×