Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. júní 2018 11:30 Messi við komuna til Moskvu vísir/getty Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira