Fitch Guðmundur Brynjólfsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz!
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar