Furðar sig á frestun frumvarps um lækkun veiðigjalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 18:53 Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um veiðigjöld komi fram næsta haust. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir sæta furðu að Alþingi skyldi ekki samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda fyrir sumarhlé. Frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda var frestað til næsta hausts á Alþingi á föstudag en samkvæmt því átti að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin væru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er undrandi á frestuninni. „Það sætir auðvitað furðu að þegar á að færa gjaldið nær í tíma að þingið geti þá ekki komið sér saman um slíka réttarbót,“ segir Heiðrún Lind.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.visir/stefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þetta sjónarmið í Víglínunni í gær. „Ástæða þess að innheimta veiðigjalda hefur miðast við gamlar tölur er að nýrri tölur hafa ekki verið tiltækar. Nú eru þær að verða tiltækar og þá þurfum við að taka afstöðu til hvort við viljum ekki miða við nýjustu gögn. Hvenær á slík breyting að fara fram og hvenær er réttur tími? Ég veit ekki hvort sá tími kemur,“ segir Katrín. Heiðrún Lind segir að frestunin hafi slæm áhrif á stórar og smáar útgerðir. „Þetta hefur og mun hafa harkaleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja sem þurfa að hagræða vegna þessa og það er ekki alltaf svigrúm til þess,“ segir hún. Forsætisráðherra býst við að sjávarútvegsráðherra komi fram með frumvarp um veiðileyfagjöldin í haust. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um veiðigjöld komi fram næsta haust. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir sæta furðu að Alþingi skyldi ekki samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda fyrir sumarhlé. Frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda var frestað til næsta hausts á Alþingi á föstudag en samkvæmt því átti að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin væru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er undrandi á frestuninni. „Það sætir auðvitað furðu að þegar á að færa gjaldið nær í tíma að þingið geti þá ekki komið sér saman um slíka réttarbót,“ segir Heiðrún Lind.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.visir/stefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þetta sjónarmið í Víglínunni í gær. „Ástæða þess að innheimta veiðigjalda hefur miðast við gamlar tölur er að nýrri tölur hafa ekki verið tiltækar. Nú eru þær að verða tiltækar og þá þurfum við að taka afstöðu til hvort við viljum ekki miða við nýjustu gögn. Hvenær á slík breyting að fara fram og hvenær er réttur tími? Ég veit ekki hvort sá tími kemur,“ segir Katrín. Heiðrún Lind segir að frestunin hafi slæm áhrif á stórar og smáar útgerðir. „Þetta hefur og mun hafa harkaleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja sem þurfa að hagræða vegna þessa og það er ekki alltaf svigrúm til þess,“ segir hún. Forsætisráðherra býst við að sjávarútvegsráðherra komi fram með frumvarp um veiðileyfagjöldin í haust.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira