Sumir horfðu á strákana okkar en flestir skelltu sér á ströndina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 19:45 Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira
Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira