Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Rússlandi skrifar 10. júní 2018 10:00 Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. visir/vilhelm Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjá meira