Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 07:49 Donald Trump ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/AP Donald Trump dró Bandaríkin út úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 ríkjanna sem samþykkt var í gær. Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. Þetta tísti forsetinn um borð í flugvél sinni á leið frá G7 fundinum í Kanada, þar sem hann skrifaði undir áðurnefnda yfirlýsingu. Nú er hann á leið til fundar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Trudeau hafði þá skömmu áður lýst því yfir að ekki yrði ráðskast með Kanadamenn og hann myndi svara verndartollum sem Trump hafði lagt á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn „Í ljósi falskara yfirlýsinga Justin á blaðamannafundi hans, og þeirrar staðreyndar að Kanada hefur beitt stærðarinar tollum gegn bandarískum bændum, verkamönnum og fyrirtækjum, hefur ég skipað fulltrúum okkar að styðja ekki yfirlýsinguna á meðan við skoðum að beita tollum á innflutning bíla sem flæða á bandarískan markað,“ skrifaði Trump í einu tísti. Í því næsta skrifaði hann: „Forsætisráðherrann Justin Trudeau frá Kanada þóttist svo auðmjúkur og ljúfur á meðan við funduðum hjá G7 aðeins til þess að halda blaðamannafund eftir að ég fór og segja að tollar Bandaríkjanna væru móðgandi og að ekki yrði ráðskast með hann. Mjög óheiðarlegt og aumt. Tollar okkar eru viðbrögð við 270 prósenta tollum hans á mjólkurafurðir.“ Talsmaður Trudeau sagði AP fréttaveitunni að forsætisráðherrann hefði ekki sagt neitt í gær, sem hann hefði ekki sagt áður bæði opinberlega og í samtali við Trump.Based on Justin’s false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018PM Justin Trudeau of Canada acted so meek and mild during our @G7 meetings only to give a news conference after I left saying that, “US Tariffs were kind of insulting” and he “will not be pushed around.” Very dishonest & weak. Our Tariffs are in response to his of 270% on dairy! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Donald Trump dró Bandaríkin út úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 ríkjanna sem samþykkt var í gær. Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. Þetta tísti forsetinn um borð í flugvél sinni á leið frá G7 fundinum í Kanada, þar sem hann skrifaði undir áðurnefnda yfirlýsingu. Nú er hann á leið til fundar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Trudeau hafði þá skömmu áður lýst því yfir að ekki yrði ráðskast með Kanadamenn og hann myndi svara verndartollum sem Trump hafði lagt á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn „Í ljósi falskara yfirlýsinga Justin á blaðamannafundi hans, og þeirrar staðreyndar að Kanada hefur beitt stærðarinar tollum gegn bandarískum bændum, verkamönnum og fyrirtækjum, hefur ég skipað fulltrúum okkar að styðja ekki yfirlýsinguna á meðan við skoðum að beita tollum á innflutning bíla sem flæða á bandarískan markað,“ skrifaði Trump í einu tísti. Í því næsta skrifaði hann: „Forsætisráðherrann Justin Trudeau frá Kanada þóttist svo auðmjúkur og ljúfur á meðan við funduðum hjá G7 aðeins til þess að halda blaðamannafund eftir að ég fór og segja að tollar Bandaríkjanna væru móðgandi og að ekki yrði ráðskast með hann. Mjög óheiðarlegt og aumt. Tollar okkar eru viðbrögð við 270 prósenta tollum hans á mjólkurafurðir.“ Talsmaður Trudeau sagði AP fréttaveitunni að forsætisráðherrann hefði ekki sagt neitt í gær, sem hann hefði ekki sagt áður bæði opinberlega og í samtali við Trump.Based on Justin’s false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018PM Justin Trudeau of Canada acted so meek and mild during our @G7 meetings only to give a news conference after I left saying that, “US Tariffs were kind of insulting” and he “will not be pushed around.” Very dishonest & weak. Our Tariffs are in response to his of 270% on dairy! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30