Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:46 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum. Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12