Mannvonskan og vanhæfnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júní 2018 07:00 Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun