Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Sighvatur skrifar 29. júní 2018 06:00 Anthony Kennedy hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og réttindi fanga. Fréttablaðið/AP Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20