Margverðlaunaðir lífeyrissjóðir ekki með bestu ávöxtunina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júní 2018 19:00 Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri. Ráðgjafafyrirtækið Verdicta birti nýlega fyrirtækið niðurstöður greiningar á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða þar sem fram kemur að langtímaávöxtun sameignarsjóða síðustu 20 ár er afar misjöfn eða frá um 1% til ríflega 6%. Nú nýlega veitti fyrirtækið Söfnunarsjóði lífeyrissréttinda verðlaun fyrir bestu ávöxtun allra opinna sameignarsjóða hér á landi síðustu 20 ár eða um 5% ávöxtun. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Verdicta þess segir að hófsöm stefna sjóðsins hafi komið afar vel út. „Þeir hafa fyrst og fremst fylgt íhaldsamari fjárfestingarstefnu. Það má segja að agressív stefna með mikilli áhættu sé ekki að koma vel út til lengri tíma. Þó að agressív stefna skili kannski góðum árangri í nokkur ár þá er lífeyrir landsmanna langhlaup og það á ekki að blanda honum í mikla áhættu,“ segir Hallgrímur. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda tekur undir þetta og segir að frekar hafi verið fjárfest í traustum skuldabréfum og á erlendum hlutabréfamarkaði en í innlendum hlutabréfum. Lítið fjárfest á innlendum hlutabréfamarkaði „Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ávallt verið varfærinn lífeyrissjóður og lagt áherslu á öryggi í fjárfestingum. Sjóðurinn hefur alla tíð komið mjög vel út þegar markaðir hafa verið erfiðir og þurfti til að mynda ekki að skerða réttindi eftir hrun. Við höfum lagt áherslu á að kaupa traust og góð skuldabréf sem hafa skilað mjög góðri ávöxtun en aðeins fjárfest að litlu leyti í innlendum hlutabréfum. Okkur finnst innlendi hlutabréfamarkaðurinn oft á tíðum of sveiflukenndur og erfiður til fjárfestinga og höfum frekar litið til erlendra hlutabréfa í fjárfestingum,“ segir Sigurbjörn. Fyrir hvað er verðlaunað? Hallgrímur Óskarsson segir umhugsunarvert að sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi fengið verðlaun séu ekki meðal þeirra sem sýni bestu ávöxtunina. „Ég hef tekið eftir að sumir lífeyrissjóðir sem hafa fengið mörg verðlaun erlendis frá eru ekki með bestu ávöxtunina samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er þá kannski verið að verðlauna fyrir aðra hluti en mitt mat er að langtíma ávöxtun skipti almenning mestu máli. Þá skiptir auðvitað miklu máli að fólk fái réttmætar upplýsingar um ávöxtun á lífeyri sínum,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verdicta segir hófsama fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða skila betri ávöxtun en áhættumeiri. Sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi unnið til erlendra verðlauna hafi hins vegar ekki náð bestum árangri. Ráðgjafafyrirtækið Verdicta birti nýlega fyrirtækið niðurstöður greiningar á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða þar sem fram kemur að langtímaávöxtun sameignarsjóða síðustu 20 ár er afar misjöfn eða frá um 1% til ríflega 6%. Nú nýlega veitti fyrirtækið Söfnunarsjóði lífeyrissréttinda verðlaun fyrir bestu ávöxtun allra opinna sameignarsjóða hér á landi síðustu 20 ár eða um 5% ávöxtun. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Verdicta þess segir að hófsöm stefna sjóðsins hafi komið afar vel út. „Þeir hafa fyrst og fremst fylgt íhaldsamari fjárfestingarstefnu. Það má segja að agressív stefna með mikilli áhættu sé ekki að koma vel út til lengri tíma. Þó að agressív stefna skili kannski góðum árangri í nokkur ár þá er lífeyrir landsmanna langhlaup og það á ekki að blanda honum í mikla áhættu,“ segir Hallgrímur. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda tekur undir þetta og segir að frekar hafi verið fjárfest í traustum skuldabréfum og á erlendum hlutabréfamarkaði en í innlendum hlutabréfum. Lítið fjárfest á innlendum hlutabréfamarkaði „Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur ávallt verið varfærinn lífeyrissjóður og lagt áherslu á öryggi í fjárfestingum. Sjóðurinn hefur alla tíð komið mjög vel út þegar markaðir hafa verið erfiðir og þurfti til að mynda ekki að skerða réttindi eftir hrun. Við höfum lagt áherslu á að kaupa traust og góð skuldabréf sem hafa skilað mjög góðri ávöxtun en aðeins fjárfest að litlu leyti í innlendum hlutabréfum. Okkur finnst innlendi hlutabréfamarkaðurinn oft á tíðum of sveiflukenndur og erfiður til fjárfestinga og höfum frekar litið til erlendra hlutabréfa í fjárfestingum,“ segir Sigurbjörn. Fyrir hvað er verðlaunað? Hallgrímur Óskarsson segir umhugsunarvert að sumir lífeyrissjóðir sem hafi auglýst að þeir hafi fengið verðlaun séu ekki meðal þeirra sem sýni bestu ávöxtunina. „Ég hef tekið eftir að sumir lífeyrissjóðir sem hafa fengið mörg verðlaun erlendis frá eru ekki með bestu ávöxtunina samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er þá kannski verið að verðlauna fyrir aðra hluti en mitt mat er að langtíma ávöxtun skipti almenning mestu máli. Þá skiptir auðvitað miklu máli að fólk fái réttmætar upplýsingar um ávöxtun á lífeyri sínum,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira