Prófa lyf náskylt LSD til að meðhöndla þunglyndi og kvíða Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2018 15:00 Michael Pollan er meðal annars þekktur fyrir bókina The Omnivore's Dilemma en hann hefur brotið heilbrigðar neysluvenjur til mergjar í sjö orðum: Real food, mostly plants, not too much. (Borðið alvöru mat í hófi, aðallega plöntur). Vísir/EPA Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur heimilað vísindamönnum á vegum lyfjafyrirtækja vestanhafs að prófa virkni lyfsins psilocybin, sem er unnið úr sveppum og náskylt LSD, til að meðhöndla þunglyndi og kvíða. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Pollan, sem varð heimsfrægur fyrir bækur sínar um mat og matarmenningu, fjallar um þetta í nýrri bók sinni, How to Change Your Mind en þar lýsir hann eigin reynslu af því að neyta LSD og annarra ofskynjunarefna sem unnin eru úr sveppum. Pollan ákvað 61 árs að aldri og með enga sögu um eiturlyfjaneyslu að gera slíkar tilraunir á sjálfum sér í „þágu vísindanna“ á meðan hann var að skrifa bókina. Pollan greinir frá því að lítil þróun hafi átt sér stað í lyfjaiðnaðinum undanfarna tvo áratugi þegar lyf við þunglyndi og kvíða séu annars vegar. Meðal annars af þessari ástæðu hafi bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) heimilað vísindamönnum að prófa psilocybin, sem er ofskynjunarefni sem finnst í nokkrum sveppategundum, til að athuga virkni lyfsins við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða. Pollan segir að hugmyndin um þessa virkni lyfsins hafi í raun komið frá FDA. Ekki efni sem valda fíkn Hvorki psilocybin né LSD valda fíkn. Raunar kemur fram í umfjöllun New York Times um bók Pollans að LSD sé líklega minna skaðlegt heilsu manna en sykurlaus Dr. Pepper. Psilocybin er hundrað sinnum vægara efni en LSD og ofskynjunaráhrif sem fylgja notkun lyfsins vara helmingi skemur en þau áhrif sem koma fram við neyslu á LSD. Ofskynjunaráhrif af venjulegum skammti af psilocybin geta varað í 5-6 klukkustundir en áhrif sama skammts af LSD geta varað í 10-12 klukkustundir. Niðurstöður breskrar rannsóknar á virkni psilocybin frá árinu 2016 benda til þess að lyfið gagnist við að draga úr áhrifum kvíða vegna alvarlegs og langvinns þunglyndis. Michael Pollan ræðir efni bókarinnar og eigin reynslu af því að nota ofskynjunarefni í viðtali við Sam Harris í nýlegum þætti hlaðvarpsins Waking Up. Gátu ekki notað LSD vegna smánar Michael Pollan segir að psilocybin hafi orðið fyrir valinu vegna þeirrar smánar sem fylgi LSD. Minni líkur hafi verið á því að bandarískir stjórnmálamenn hafi farið að skipta sér af því að FDA hafi stutt lyfjaprófanir á psilocybin því það sé efni sem fáir kannist við og eflaust geti fæstir stjórnmálamenn borið heiti lyfsins rétt fram. Vísindamenn við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa síðustu misserin ráðist í ítarlegar rannsóknir á virkni psilocybin og hafa þurft að greiða á bilinu 7.000-10.000 dollara fyrir grammið af efninu. Það er um það bil þrettán sinnum meira en götuverð á sama magni af sveppum vegna þeirra ströngu krafna sem FDA gerir um einangrun efnisins áður en það er notað í vísindaskyni. Vísbendingar eru um að psilocybin nýtist ekki aðeins við að meðhöndla þunglyndi heldur einnig fíkn. LSD, sem er náskylt psilocybin, var fyrst unnið úr svepp árið 1938 af efnafræðingi á vegum svissneska lyfjafyrirtækisins Sandoz. Nokkrum árum síðar innbyrti hann efnið fyrir slysni án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað hann hefði þróað og átti nokkuð áhugavert síðdegi að því er fram kemur í umfjöllun New York Times um bók Pollans. Stjórnendur Sandoz vissu að fyrirtækið hefði eitthvað í höndunum með uppgötvun LSD en gátu ekki fest hendur á það nákvæmlega. Fyrirtækið ákvað því að senda ókeypis sýnishorn af efninu til þeirra vísindamanna sem óskuðu eftir því og stóðu tilraunir á efninu yfir í rúman áratug. Í kringum 1950 höfðu vísindamenn sem rannsökuðu LSD uppgötvað boðefnið serótónín og komist að því að heilinn væri fullur af svokölluðum taugaboðefnum (e. neurotransmitters) og höfðu hafið þróun fyrstu þunglyndislyfjanna. LSD gaf svo góð fyrirheit við meðhöndlun alkóhólisma að Bill Wilson, annar stofnenda AA-samtakanna, íhugaði að mæla með LSD við meðhöndlun sjúkdómsins en úr því varð þó ekki. Sveppir og efnið psilocybin komu svo fram á sjónarsviðið nokkru síðar eftir umfjöllun í tímaritinu Life árið 1957.Lyfjafræðingurinn Roland Griffiths hélt erindi um áhrif psilocybin á TED fyrirlestraröðinni árið 2016 en þar fjallaði hann meðal annars um rannsóknir vísindamanna við John Hopkins-háskóla á virkni efnisins. Vegna baráttu Timothy Leary og annarra varð umræðan um LSD og psilocybin mjög neikvæð með árunum og voru bæði þessi lyf orðin ólögleg og flokkuð með öðrum bönnuðum eiturlyfjum árið 1970. Flestar rannsóknir sem bentu til jákvæðra eiginleika þessara efna við meðhöndlun á geðrænum vandamálum voru í raun grafnar. Pollan lýsir því síðan að fjölmargir sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafi á tíunda áratug síðustu aldar og um aldamótin síðustu enduruppgötvað eldri rannsóknir á efnunum og komist að því að sú fræðigrein sem þeir höfðu helgað sig átti sér löngu gleymda fortíð. Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem vísindamenn eru að prófa sig áfram með jákvæða eiginleika psilocybin. Breska nýsköpunarfyrirtækið Compass Pathways hóf á þessu ári tilraunir á lyfinu með þátttöku 400 sjúklinga í átta Evrópuríkjum sem glíma við langvinnt þunglyndi og hafa ekki sýnt jákvæða svörun á önnur þekkt meðferðarrúrræði og lyf. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur heimilað vísindamönnum á vegum lyfjafyrirtækja vestanhafs að prófa virkni lyfsins psilocybin, sem er unnið úr sveppum og náskylt LSD, til að meðhöndla þunglyndi og kvíða. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Pollan, sem varð heimsfrægur fyrir bækur sínar um mat og matarmenningu, fjallar um þetta í nýrri bók sinni, How to Change Your Mind en þar lýsir hann eigin reynslu af því að neyta LSD og annarra ofskynjunarefna sem unnin eru úr sveppum. Pollan ákvað 61 árs að aldri og með enga sögu um eiturlyfjaneyslu að gera slíkar tilraunir á sjálfum sér í „þágu vísindanna“ á meðan hann var að skrifa bókina. Pollan greinir frá því að lítil þróun hafi átt sér stað í lyfjaiðnaðinum undanfarna tvo áratugi þegar lyf við þunglyndi og kvíða séu annars vegar. Meðal annars af þessari ástæðu hafi bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) heimilað vísindamönnum að prófa psilocybin, sem er ofskynjunarefni sem finnst í nokkrum sveppategundum, til að athuga virkni lyfsins við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða. Pollan segir að hugmyndin um þessa virkni lyfsins hafi í raun komið frá FDA. Ekki efni sem valda fíkn Hvorki psilocybin né LSD valda fíkn. Raunar kemur fram í umfjöllun New York Times um bók Pollans að LSD sé líklega minna skaðlegt heilsu manna en sykurlaus Dr. Pepper. Psilocybin er hundrað sinnum vægara efni en LSD og ofskynjunaráhrif sem fylgja notkun lyfsins vara helmingi skemur en þau áhrif sem koma fram við neyslu á LSD. Ofskynjunaráhrif af venjulegum skammti af psilocybin geta varað í 5-6 klukkustundir en áhrif sama skammts af LSD geta varað í 10-12 klukkustundir. Niðurstöður breskrar rannsóknar á virkni psilocybin frá árinu 2016 benda til þess að lyfið gagnist við að draga úr áhrifum kvíða vegna alvarlegs og langvinns þunglyndis. Michael Pollan ræðir efni bókarinnar og eigin reynslu af því að nota ofskynjunarefni í viðtali við Sam Harris í nýlegum þætti hlaðvarpsins Waking Up. Gátu ekki notað LSD vegna smánar Michael Pollan segir að psilocybin hafi orðið fyrir valinu vegna þeirrar smánar sem fylgi LSD. Minni líkur hafi verið á því að bandarískir stjórnmálamenn hafi farið að skipta sér af því að FDA hafi stutt lyfjaprófanir á psilocybin því það sé efni sem fáir kannist við og eflaust geti fæstir stjórnmálamenn borið heiti lyfsins rétt fram. Vísindamenn við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa síðustu misserin ráðist í ítarlegar rannsóknir á virkni psilocybin og hafa þurft að greiða á bilinu 7.000-10.000 dollara fyrir grammið af efninu. Það er um það bil þrettán sinnum meira en götuverð á sama magni af sveppum vegna þeirra ströngu krafna sem FDA gerir um einangrun efnisins áður en það er notað í vísindaskyni. Vísbendingar eru um að psilocybin nýtist ekki aðeins við að meðhöndla þunglyndi heldur einnig fíkn. LSD, sem er náskylt psilocybin, var fyrst unnið úr svepp árið 1938 af efnafræðingi á vegum svissneska lyfjafyrirtækisins Sandoz. Nokkrum árum síðar innbyrti hann efnið fyrir slysni án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað hann hefði þróað og átti nokkuð áhugavert síðdegi að því er fram kemur í umfjöllun New York Times um bók Pollans. Stjórnendur Sandoz vissu að fyrirtækið hefði eitthvað í höndunum með uppgötvun LSD en gátu ekki fest hendur á það nákvæmlega. Fyrirtækið ákvað því að senda ókeypis sýnishorn af efninu til þeirra vísindamanna sem óskuðu eftir því og stóðu tilraunir á efninu yfir í rúman áratug. Í kringum 1950 höfðu vísindamenn sem rannsökuðu LSD uppgötvað boðefnið serótónín og komist að því að heilinn væri fullur af svokölluðum taugaboðefnum (e. neurotransmitters) og höfðu hafið þróun fyrstu þunglyndislyfjanna. LSD gaf svo góð fyrirheit við meðhöndlun alkóhólisma að Bill Wilson, annar stofnenda AA-samtakanna, íhugaði að mæla með LSD við meðhöndlun sjúkdómsins en úr því varð þó ekki. Sveppir og efnið psilocybin komu svo fram á sjónarsviðið nokkru síðar eftir umfjöllun í tímaritinu Life árið 1957.Lyfjafræðingurinn Roland Griffiths hélt erindi um áhrif psilocybin á TED fyrirlestraröðinni árið 2016 en þar fjallaði hann meðal annars um rannsóknir vísindamanna við John Hopkins-háskóla á virkni efnisins. Vegna baráttu Timothy Leary og annarra varð umræðan um LSD og psilocybin mjög neikvæð með árunum og voru bæði þessi lyf orðin ólögleg og flokkuð með öðrum bönnuðum eiturlyfjum árið 1970. Flestar rannsóknir sem bentu til jákvæðra eiginleika þessara efna við meðhöndlun á geðrænum vandamálum voru í raun grafnar. Pollan lýsir því síðan að fjölmargir sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafi á tíunda áratug síðustu aldar og um aldamótin síðustu enduruppgötvað eldri rannsóknir á efnunum og komist að því að sú fræðigrein sem þeir höfðu helgað sig átti sér löngu gleymda fortíð. Það er ekki aðeins í Bandaríkjunum sem vísindamenn eru að prófa sig áfram með jákvæða eiginleika psilocybin. Breska nýsköpunarfyrirtækið Compass Pathways hóf á þessu ári tilraunir á lyfinu með þátttöku 400 sjúklinga í átta Evrópuríkjum sem glíma við langvinnt þunglyndi og hafa ekki sýnt jákvæða svörun á önnur þekkt meðferðarrúrræði og lyf.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira