Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2018 21:46 Uber sóttist eftir endurnýjun á starfsleyfi til fimm ára í september en var hafnað. Vísir/AFP Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Farveitan Uber hefur fengið tímabundið leyfi til að starfa í London. Fyrirtækinu hafði verið synjað um endurnýjun á starfsleyfi í september. Þrátt fyrir að dómari hafi úrskurðað að fyrirtækið gæti fengið leyfi á ný verður það á skilorði til fimmtán mánaða. Samgönguyfirvöld í London úrskurðuðu að Uber væri ekki hæft til að reka akstursþjónustu í borginni í haust. Dómari sneri þeirri niðurstöðu við í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið verður að uppfylla skilyrði samgönguyfirvalda til að halda leyfinu. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, segir að niðurstaðan réttlæti afstöðu borgaryfirvalda. Uber hafi viðurkennt að samgönguyfirvöld hafi gert rétt með að synja fyrirtækinu um endurnýjun leyfisins vegna lélegra vinnubragða þess um árabil. Á meðal þess sem samgönguyfirvöld í London gerðu athugasemd við á sínum tíma var hvernig Uber tilkynnti um glæpi, hvernig það fengi læknisvottorð og bakgrunnsrannsóknir á ökumönnum. Skilyrði fyrir starfsemi Uber í London fela nú í sér að ökumenn megi aðeins nota snjallforrit Uber á svæðum þar sem þeir eru með leyfi til aksturs. Þá eru skilyrði um vinnutíma þeirra hert.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira