Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 20:07 Emil var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld. vísir/getty Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45