Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 21:35 Á þriðja þúsund barna hafa verið tekin af foreldrum sínum eftir að ríkisstjórn Trump ákvað að ákæra alla þá sem koma ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna segist hafa skipað landamæravörðum sínum að hætta að vísa málum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna með börn sín til ákærumeðferðar hjá saksóknurum. Skipunin er tímabundin á meðan stofnunin stillir saman strengi sína við dómsmálaráðuneytið. Sú aðgerð bandarískra yfirvalda að skilja að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin hefur vakið harða gagnrýni innanlands og utan síðustu daga. Orsök aðskilnaðarins er nýleg stefnubreyting ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að nú skili ákæra alla sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Í ljósi gríðarlegs þrýstings gaf Trump út tilskipun í síðustu viku um að hætta aðskilnaðinum þannig að börn verði nú haldið með foreldrum sínum á meðan mál þeirra er til umfjöllunar. Hún olli hins vegar glundroða þar sem ólíkar alríkisstofnanir sem koma að málunum túlkuðu tilskipunina á ólíkan hátt. Nú segir Kevin McAleenan, forstjóri Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, að hann hafi mælt fyrir um að fólki sem kemur ólöglega inn í landið með börn verði ekki vísað til saksóknara þar til stofnun hans og dómsmálaráðuneytið geta komið sér saman um stefnu sem gerir þeim kleift að ákæra foreldrana án þess að taka af þeim börnin.New York Times segir að ákvörðunin þýði að mörgum fjölskyldum verði brátt sleppt gegn loforði um að fólk mæti fyrir dóm seinna. Það væri í reynd svipuð stefna og rekin var í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem Trump hefur gagnrýnt harðlega. Ástæðan er sú að landamæraeftirlitið skortir húsnæði til að vista þann fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin. Margir fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa engu að síður fullyrt að hún reki ennþá harðlínustefnu á landamærunum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir enga breytingu hafa orðið á stefnunni. Raunveruleikinn sé hins vegar að ekki sé til húsrúm til að hýsa fólkið.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira