Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:26 McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. Vísir/AP Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33