Fótbolti

Hannes um hitann: Ég var alltaf þyrstur

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Hannes Þór svekktur í leiknum í gær.
Hannes Þór svekktur í leiknum í gær. vísir/getty
Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að eðlilega hafi hitinn í Volgograd í gær haft áhrif á leik liðsins gegn Nígeríu.

„Þú verður eiginlega að spyrja miðjumennina og þá sem eru að skila 10-12 kílómetrum í leik. Ég er ekki að skila nema fimm kílómetrum,“ sagði Hannes í rigningunni í Kabardinka í morgun.

„Ég var sjálfur alltaf þyrstur og alltaf að sækja mér vatn. Ég fann að þetta tók sinn toll. Mér fannst þetta ekki hafa svakaleg áhrif á mig en mér finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi tekið nokkur prósent úr strákunum sem þurfa að hlaupa mest.“





Hannes var mættur á æfingu með strákunum í morgun en nokkrir þreyttr leikmenn sátu eftir upp á hóteli. Þeir sem spiluðu í gær voru í léttu skokki og endurheimt á meðan varamennirnir tóku á því.

Völlurinn svolítið blautur í rigningunni en 24 stiga hiti og logn og því fínustu aðstæður til þess að æfa.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Pétur Örn flýgur heim í aðgerð

Einn fjögurra sjúkraþjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu hélt í dag til Íslands til að fá bót meina sinna eftir hjólreiðaslys á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×