Fótbolti

Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Ragnar Sigurðsson fór af velli vegna höfuðmeiðsla í gær.
Ragnar Sigurðsson fór af velli vegna höfuðmeiðsla í gær. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari í fótbolta, segir stöðuna á Ragnari Sigurðssyni, miðverði liðsins, fína eftir höfuðhöggið sem að hann fékk á móti Nígeríu í gær.

Ahmed Musa rak hnéð fast í höfuðið á Ragnar þegar að hann byrjaði að fagna fyrra marki sínu í leiknum og þurfti Ragnar á endanum að fara af velli eftir að búið var að reifa höfuð hans.

Ragnar sagði við RÚV eftir leikinn í gær að hann hefði verið ringlaður en Heimir Hallgrímsson tjáði íslenskum fjölmiðlum á æfingu liðsins í morgun að hann hefði ekki fengið heilahristinn. Hann sló svo á létta strengi.

„Staðan á Ragga er bara fín. Hann svaf vel í nótt og vaknaði brosandi í morgun. Hann man ekki neitt. Hann vissi ekki hvað hann héti eða neitt þannig að við sögðum við hann: Þú heitir Pelé og þú ert að fara að skora þrjú mörk í næsta leik,“ sagði Heimir sem vonast eftir því að nota Jóhann Berg Guðmundsson í næsta leik.

„Það var okkar plan að hann myndi ekki ná þessum leik en vonandi verður hann tilbúinn í næsta leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×