Ráðherra undrast ekki úrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júní 2018 07:15 Lög um uppreist æru voru rædd á fundum allsherjar- og menntamálanefndar á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir „Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
„Lagabreytingar gefa alltaf vísbendingu um löggjafarviljann á hverjum tíma og því er viðbúið að breytt viðhorf í lögum hafi áhrif á túlkun þeirra. Að því leyti kemur úrskurður Landsréttar ekki á óvart,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um úrskurð Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna fyrr í vikunni. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að vegna breytinga á almennum hegningarlögum í fyrrahaust hafi viðtekin dómaframkvæmd ekki þá þýðingu sem hún hafði áður. Ráðherra segir að hafa verði í huga að frumvarpið um afnám uppreistar æru úr lögum hafi aldrei verið hugsað sem annað en tímabundið úrræði til að bregðast við stjórnsýslu sem framkvæmd hafði verið um áratuga skeið en hún hafi stöðvað í maí 2017. „Þannig mátti við því búast að breytt lög myndu breyta réttarframkvæmd á einhvern ófyrirséðan hátt. Það var í þessu ljósi sem ég hafði lagt til endurskoðun laga á heildstæðan hátt en ekki með þeim hætti sem varð ofan á í kjölfar óðagots og stjórnarslita um miðja nótt,“ segir Sigríður. Aðdragandi lagasetningarinnar var mikil reiðibylgja sem gekk yfir samfélagið síðastliðið haust vegna tveggja dæmdra kynferðisbrotamanna sem fengið höfðu uppreist æru. Dómsmálaráðherra boðaði í kjölfarið heildarendurskoðun á lagaákvæðum um uppreist æru og missi borgararéttinda vegna mannorðsflekkunar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk og boðað var til kosninga voru ákvæði um uppreist æru felld brott úr almennum hegningarlögum í miklum flýti en heildarendurskoðun fyrirkomulags við missi og endurheimt réttinda að öðru leyti látin bíða um sinn. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, var lagafrumvarpið samþykkt með afbrigðum frá þingskaparlögum, sama dag og frumvarpið var lagt fram, án samráðs við refsiréttarnefnd og án þess að umsagnarfrestur væri veittur. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var tekið fram að brottfall ákvæðanna úr hegningarlögunum án heildarendurskoðunar á fyrirkomulagi um missi og endurheimt borgararéttinda fæli í sér ólögmæta mannréttindaskerðingu. Vinna við fyrrgreinda heildarendurskoðun er nú á lokametrunum í dómsmálaráðuneytinu og að sögn ráðherra verða frumvarpsdrög kynnt á samráðsvef stjórnarráðsins upp úr mánaðamótum. Einar Hannesson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að um almenna breytingu á almennum hegningarlögum verði að ræða og þá verði nálgun breytt í nokkuð mörgum sérlögum sem kveða á um óflekkað mannorð ýmissa starfsstétta. Aðspurður um lögmannsréttindi sérstaklega segir Einar stefnt að því að skilyrðum til að fá lögmannsréttindi verði breytt og í stað kröfu um óflekkað mannorð verði kveðið á um að til að öðlast slík réttindi megi viðkomandi ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað hafi hann verið orðinn 18 ára þegar brotið var framið. Lagt sé upp með að unnt verði að veita undanþágu frá því skilyrði gegn sérstökum meðmælum. Aðspurður um hvort krafa verði gerð um að slík meðmæli komi frá Lögmannafélaginu, segir Einar að frumvarpið sé enn í vinnslu og hafi ekki verið kynnt í ráðuneytinu en bendir þó á að nýgengnir úrskurðir dómstóla sýni að umsagnir þess félags sæti endurskoðun dómstóla og að félagið njóti sérstakrar stöðu umfram önnur félög enda hafi það lögbundnu hlutverki að gegna sem eftirlitsaðili með störfum lögmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00 Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda. 22. júní 2018 06:00
Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Landsréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2018 15:24
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent