Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 23. júní 2018 00:27 Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. Vísir/Getty Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00