Fótbolti

Hættið að hugsa um Instagram og hendið Mið-Ísland gaurunum út af hótelinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason eftir leikinn í dag.
Rúrik Gíslason eftir leikinn í dag. Vísir/Getty
Halldór Björnsson, fyrrum þjálfari 17 ára landsliðs karla í fótbolta, hvetur íslensku strákana áfram með færslu á Twitter en íslenska liðið tapaði á móti Nígeríu í dag.

Halldór notar um leið tækifærið og skýtur aðeins á undirbúning íslenska liðsins fyrir leikinn við Nígeríumenn. Hann þekkir vel til hjá KSÍ og hefur komið að þjálfun yngsta landsliðsfólksins okkar á undanförnum árum

Halldór ýjar að því að utankomandi hlutir hafi verið að trufla íslenska liðið í aðdraganda leiksins í dag.

Landliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var orðin stjarna á Instragram eftir Argentínuleikinn og liðið fékk einnig heimsókn frá íslenska Mið-Ísland grínhópnum. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×